144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:41]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegi forseti. Sóknaráætlanir landshluta voru stórmerkilegt verkefni þar sem byggðamál og fjármunir til byggðamála voru færðir í hendur heimamanna með þverpólitískri þátttöku sveitarstjórnarmanna og landshlutasamtaka. Má telja að þetta hafi verið einhver merkilegasta valddreifingartilraun, alla vega seinni tíma. Núverandi hæstv. ríkisstjórn ákvað að spóla þessa peninga niður þó að aðeins sé verið að gera tillögu hér á eftir um að bæta í. Hér er gerð tillaga um að færa þetta aftur til upphaflegu tillögunnar og leggja 400 millj. kr. í þetta stóra lýðræðis- og valddreifingarverkefni. Ég segi já.