144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:55]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Í þessum tillögum öllum finnst mér kannski að í þessu þótt ekki væri í öðru að ríkisstjórnin ætti að taka í útrétta hönd minni hlutans sem er að reyna að bjarga henni frá því að verða sér fullkomlega til skammar eina ferðina enn. Það er alveg ljóst að 145 milljónir nægja ekki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á næsta ári. Það eru 2 milljarðar sem liggja þar fyrir í beiðnum um styrki. Þetta var reynt í fyrra, þetta er reynt núna, en væntanlega ætlar hæstv. ráðherra sem ber svo mikla virðingu fyrir þinginu að segja bara: Iss, þetta er ekkert mál, við ákveðum þetta bara á ríkisstjórnarfundi, svo höfum við svo góðan meiri hluta í þinginu að þetta skiptir engu máli. Hvers konar virðing er þetta eiginlega fyrir verkferlum í þessu landi?