144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:01]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Það er margt mjög jákvætt í þessum fjárlögum. Hér er einn liður sem er mjög jákvæður, að við skulum vera að setja 200 milljónir til viðbótar til Landhelgisgæslunnar. Hún er gríðarlega mikilvæg, ekki síst í störfum á hafi úti. Hún hefur því miður á síðustu árum þurft að búa við of þröngan kost. Hér er komið myndarlega til móts við hana og það er gleðilegt. Ég verð að segja alveg eins og er að það kemur heldur á óvart að ekki skuli allir þingmenn sameinast um að styðja slíkt verkefni.