144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:03]
Horfa

Karl Garðarsson (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að hér er lagt til að um 20 millj. kr. fari til fangelsisins á Litla-Hrauni og til Sogns, þ.e. 5 milljónir til Sogns til að ljúka þar uppbyggingu á ákveðnu húsnæði sem þar er til staðar. Síðan er lagt til að 5 milljónir fari í að styrkja rekstur fangelsisins á Litla-Hrauni með aukinni öryggisgæslu.

Ég vil líka taka sérstaklega fram að það er ákveðið svigrúm í þessu, 10 milljónir eru settar til endurnýjunar tækjabúnaðar innan húss á Litla-Hrauni. Ef fangelsisyfirvöld vilja setja þá peninga í eitthvað annað hjá sér er svigrúm til þess samkvæmt þessari heimild sem vonandi verður samþykkt.