144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:10]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það sem verið var að segja um þessi mál. Það er alveg með ólíkindum að ríkisstjórnin ætli sér að setja öryggi og innviði í þá stöðu sem koma mun upp í kjölfar þess þegar ekki er nokkurt framlag til nýframkvæmda og sletta á í eitthvert smávegis viðhald. Sveitarstjórnirnar hafa óskað eftir auknum framlögum til vegamála mjög ítrekað þegar þær hafa komið á fund fjárlaganefndar. Það eru ykkar kjósendur, kæra ríkisstjórn, eins og okkar sem erum í stjórnarandstöðunni. Þið ákváðuð að taka ekki við þeim tekjum sem ykkur bauðst að fá sem meðal annars hefði mátt nýta í þær innviðaframkvæmdir sem vegakerfið okkar þarf. Það skiptir miklu máli fyrir öryggi landsmanna eins og svo margt annað. Þarna hefðuð þið getað forgangsraðað með því að taka við þeim tekjum sem buðust en þið kusuð að gera ekki.