144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:11]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég get ekki greitt atkvæði með þessari tillögu minni hlutans því að ég hef fjárhagslega hagsmuni af henni. Ég hef starfað í malbiki í 18 sumur og mun halda því áfram þannig að ég hef hreina og beina fjárhagslega hagsmuni af því að framlög til þessara mála séu aukin. En bara svona til upplýsingar, svo landsmenn skilji, þá þurfum við líklega að fara ein 30 ár aftur í tímann til að sjá svipaða stöðu í vegaframkvæmdum og er í dag og hefur þó bílafjöldi landsmanna aukist mikið á þessum tíma og flutningar færst af sjó á land. En þetta er staðan. En vegna fjárhagslegra hagsmuna get ég ekki greitt atkvæði með breytingartillögunni.