144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:19]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna því sérstaklega að verið sé að setja hálfan milljarð í þennan mikilvæga málaflokk. Ég vil líka taka fram að ég er sérstaklega ánægður með að meiri hluti fjárlaganefndar ákveður að taka fé af þeim mikla arði sem verður af millilandafluginu og setja í innanlandsflugið. Isavia hefur haldið því fram að það sé óheimilt á meðan við horfum á aðrar þjóðir eins og Noreg og Finnland framkvæma sambærilega hluti. Ég tek undir með hv. þm. Valgerði Gunnarsdóttur um að við þurfum að bæta Húsavíkurflugvelli á þennan lista og vil taka fram að við þurfum á milli 2. og 3. umr. að skoða sérstaklega fjármuni til þess að tryggja flutning á efni úr Vaðlaheiðargöngum í væntanlegt flughlað við Akureyrarflugvöll.