144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:27]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Ég harma það að Samfylkingin skuli ekki vera tilbúin að taka fyrsta skrefið með okkur í þeirri fjarskiptabyltingu sem við erum að leggja upp í. (Gripið fram í.) Ég er stoltur af því að hafa fengið að vera í þeim starfshópi sem er búinn að vera að undirbúa þessi mál. Ég skal alveg viðurkenna að ég hefði viljað að hópurinn hefði verið búinn að skila af sér aðeins fyrr, en skýrslan verður bara þeim mun betri og þeim mun nákvæmari. Það er nánast búið að greina kostnaðinn á hvern einasta sveitabæ hringinn í kringum landið. Eftir áramótin kemur ný fjarskiptaáætlun og mun ríkisstjórnin koma með nýtt plan með það. Þeir þingmenn sem telja sig dreifbýlismenn, (Forseti hringir.) mig furðar að þeir skuli ekki vera tilbúnir að taka þátt í þeirri mestu byggðabyltingu sem mun gerast hér á næstu árum.