144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:32]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég kem hingað upp af því að ég vil fagna þessum 400 millj. kr. sem eru settar aukalega í húsnæðisbótakerfið. Ég tel mjög mikilvægt að þeir fjármunir sem settir eru þar inn fari til þeirra sem þurfa helst á því að halda. Einnig vona ég að á næstu árum getum við jafnað stuðning við þá sem eru á leigumarkaði og þá sem eiga húsnæði svo að við séum með sambærilegt kerfi fyrir alla.