144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:38]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég vil nefna að ef það væri bara eitt sem sannanlega væri hlutverk ríkisins væri það að tryggja öllum viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Það er yfirþyrmandi skoðun Íslendinga að heilbrigðiskerfið eigi að njóta forgangs. Ef það væri bara einn þáttur, sem það er ekki, sem mundi ákvarða það hvernig við ætluðum að haga okkar forgangsröðun væri það til heilbrigðiskerfisins.