144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:53]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það er algengt að stjórnmálamenn tali um að þeir vilji forgangsraða í þágu heilbrigðismála. Hins vegar er það bara þannig að verkin tala. Ef við berum til dæmis saman hvernig þróunin var hjá einstökum stofnunum á síðasta kjörtímabili og einstakar stofnanir núna þá sjást greinilegar áherslubreytingar og stefnumunur á þessum tveim ríkisstjórnum. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki bara talað um að forgangsraða í þágu heilbrigðismála, hún hefur gert það.

Núna munu framlög til Sjúkrahússins á Akureyri, ef þessi tillaga nær fram að ganga, hækka um 20% á tveimur árum. Betur má ef duga skal, en þetta sýnir án nokkurs vafa hver forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar er.