144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:02]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp til að fagna sérstaklega þessari tillögu og ég tel að hún endurspegli svo vel hvað við erum sammála um að forgangsraða í þágu heilbrigðismála. Ég fékk fyrir tveimur dögum þessa fínu könnun frá Pírötum um hvernig almenningur telur að við eigum að forgangsraða fjármunum til málaflokkanna í fjárlögum. Þar voru heilbrigðismálin langefst.

Það endurspeglast síðan kannski líka í því að það munar 0,5% á tillögu meiri hlutans og minni hlutans á þingi varðandi framlög til Landspítalans. Ég held að það sé algjörlega innan skekkjumarka, 0,5%, þannig að ég held að þetta endurspegli fyrst og fremst að við öll sem sitjum á þingi erum sammála um að forgangsraða í þágu heilbrigðismála.