144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:15]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Ég styð þessa tillögu og geri það í trausti þess að hér sé verið að stíga afgerandi skref inn í þá áætlun sem hefur verið lögð fram um hvernig á að byggja upp nýjan Landspítala við Hringbraut. Þar er miðað við að ljúka þessu verkefni á árunum 2019–2020 og þó að þarna sé ekki nema lítill hluti af þeim framkvæmdakostnaði tel ég gríðarlega mikilvægt að þingið, eins fljótt og hægt er og helst strax, gefi yfirlýsingu um að þessari áætlun verði fylgt, vegna þess að það er það sem hefur vantað inn í umræðuna undanfarið. Það er ánægjulegt að það skyldi nást samstaða um þetta eftir það sem á undan var gengið þegar allar efasemdaraddir voru uppi um að skynsamlegt væri að fara í þessa framkvæmd og mikla baráttu stjórnarandstöðunnar á þeim tíma gegn þessu máli, hjá langflestum, því miður, að það skuli hafa tekst að snúa af þeirri leið. Eins og ég segi bið ég um að við leggjum fram heildaráætlun sem allra fyrst. Það hljóta að vera mistök (Forseti hringir.) akkúrat í þessu máli sem við erum að samþykkja hér, að þetta skuli standa undir lið sem heitir Bygging sjúkrahótels. Ég bið um að það verði lagað í að minnsta kosti prentuninni á frumvarpinu.