144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:19]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F):

Herra forseti. Í tillögum meiri hlutans er lagt til að framlög til hjúkrunarheimila um land allt verði aukin allverulega, þ.e. um 760 milljónir. Framlög verða þá samtals 1.118 milljónir. Hjúkrunarheimili þurfa á auknu fjármagni að halda til reksturs og viðhalds. Ég fagna því þessari tillögu heils hugar og tel hana endurspegla rétta forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Ég segi já.