144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:26]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það er mjög mikilvægt þegar atvinnustig batnar að halda áfram vinnu með atvinnulausum til að greiða fyrir því að fólk komist aftur í vinnu. Reynsla nágrannaríkja okkar eftir kreppu sýnir að mjög hættulegt er að draga úr fjárveitingum til vinnumarkaðsaðgerða of snemma. Ríkisstjórnin hefur því miður farið þá leið að draga úr því fjármagni. Hér á eftir munum við síðan fjalla um aðgerðir hennar til að draga úr tekjustuðningi við atvinnuleitendur með því að stytta tímabil atvinnuleysisbóta, en við leggjum til 200 millj. kr. framlag sem á að duga býsna vel til að búa til fjölþætt úrræði vinnumarkaðsaðgerða fyrir jafnt langtímaatvinnulausa og ungt atvinnulaust fólk. Við höfum ítarlegar greiningar á miklum árangri þeirra verkefna sem farið var í af þessum toga í tíð síðustu ríkisstjórnar. (Forseti hringir.) Ný ríkisstjórn hætti þeim öllum og það er mjög varhugavert.