144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:32]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Með þessari breytingartillögu er lagt til að fallið verði frá styttingu bótatíma atvinnuleysisbóta um sex mánuði, þ.e. að atvinnuleysisbótatímabilið verði stytt úr þremur árum í tvö og hálft ár. Ef þessi breytingartillaga verður ekki samþykkt munu mörg hundruð manns missa bótarétt sinn núna eftir örfáa daga, um áramótin, og fara á framfærslu sveitarfélaganna og verða þar með, með mjög skömmum fyrirvara, fyrir kjaraskerðingu. Ég styð því heils hugar að við föllum frá styttingu á bótatímanum og að þessi breytingartillaga verði samþykkt. Ég segi já við henni.