144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:34]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Langtímaatvinnulausir eru sá hópur sem er líklegastur til að lenda í miklum fjárhagsvandræðum ásamt öryrkjum og einstæðum foreldrum. Með tillögum hæstv. ríkisstjórnar um að skerða bótatímann er verið að taka réttindi af fólki sem var samið um upp úr 1955 og aftur var samkomulag um árið 2006 að yrðu þrjú ár. Sveitarfélögin hafa áætlað að fjárhagsaðstoð þeirra aukist um 500 milljónir við þessa aðgerð. Þeirra fjárhagsaðstoð er lakari en atvinnuleysisbæturnar þannig að fátækt mun örugglega aukast við þessa aðgerð og veikustu bæirnir, eins og til dæmis Reykjanesbær, munu bera 20% af þeim hækkunum. 100 milljónir gera þeir ráð fyrir að bara þessi (Forseti hringir.) aðgerð muni kosta þá.