144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:43]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Ég held að það muni koma í ljós að þessi liður sé gróflega vanáætlaður. Ríkisstjórnin virðist ekki horfast í augu við hvaða kostnað skuldaniðurfellingaraðgerðirnar hafa í för með sér fyrir Íbúðalánasjóð. Það er svolítið einkennilegt vegna þess að Íbúðalánasjóður hefur talað alveg skýrt, hann segir að vegna uppgreiðslu lána í sjóðnum muni Íbúðalánasjóður þurfa að mæta kostnaði upp á 10–15 milljarða. Ríkisstjórnin virðist ekkert vera að hlusta á þetta. Hvernig ætlar hún að matreiða þennan kostnað fyrir þingheim og þjóðina þegar hann fellur á?

Ég velti líka fyrir mér í þessu samhengi og mér leikur forvitni á að vita við eitthvert tækifæri: Er til dæmis búið að semja við Íbúðalánasjóð um verðmæti leiðréttingarhlutans sem ríkisvaldið ætlar að kaupa? Ég held að ekki hafi náðst neinir samningar um það þannig að við vitum ekkert hvar þessi kostnaður endar. Ég held að það muni örugglega vegna leiðréttingarinnar (Forseti hringir.) þurfa að leiðrétta þennan lið (Forseti hringir.) allsvakalega.