144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:44]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Það er ekki hægt annað en að taka undir þetta. Vandi Íbúðalánasjóðs hefur verið mikill lengi og ekki batnar hann við skuldabixið hjá ríkisstjórninni. 2,4 milljarðar eru nú settir í þetta þegar vitað er fyrir fram að það eru ekki nægilegir fjármunir. Það er alveg ljóst að það vantar miklu stærri fjárhæðir og þó að menn dragi í efa að Íbúðalánasjóður leggi fram réttar tölur, heyrst hefur að 10 milljarðar sé vel í lagt, þá er alveg ljóst að þessir 2,4 eru ekki nóg. Þetta er enn ein mótvægisaðgerðin sem ríkisstjórnin þarf að leggja hér fram vegna þessa risastóra kosningaloforðs. Þetta eru ekkert nema mótvægisaðgerðir. Það þarf líklega bara eina stóra mótvægisaðgerð við þessari ríkisstjórn. (Gripið fram í.)