144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:46]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Það er með miklum semingi sem ég greiði atkvæði með þessari tillögu. Hún undirstrikar að menn verða að fara að taka á vanda Íbúðalánasjóðs, hann er búinn að kosta okkur yfir 60 milljarða og það sér ekki fyrir endann á því. Þetta er ekki síðasta fjárveitingin sem fer inn í þennan sjóð. Ég skora á hæstv. ríkisstjórn og hv. Alþingi að taka á þessum vanda sem allra fyrst. (Gripið fram í: Sammála.)