144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:48]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S):

Virðulegi forseti. Í upphafi þessarar aldar var rekin glæpbrjáluð starfsemi og stjórnarhættir í Íbúðalánasjóði þannig að tjónið af þeim stjórnarháttum kann að verða 200–250 milljarðar. (ÖS: Hver stýrði honum þá?) Að þessu sinni er verið að leggja til að 1% af fjárlögum gangi til að bjarga þessum sjóði. Að vísu er helmingurinn af því framlagi sem hér er verið að leggja til vegna svokallaðrar skuldaleiðréttingar og það skal tekið fram að sá sem hér stendur greiddi atkvæði gegn henni.

Það er með miklum semingi, eins og hv. þm. Pétur Blöndal segir, að ég greiði atkvæði með þessu. Ég stend frammi fyrir algjörlega orðnum hlut og því miður er þetta bara það sem maður stendur andspænis. Mér finnst þetta afskaplega sárt en vandinn er ekki leystur. Það eru sennilega eftir 100 upp í 200 milljarðar. (HöskÞ: Þingmaður segir?)