144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:52]
Horfa

Karl Garðarsson (F):

Virðulegi forseti. Hér er gerð tillaga um 26 millj. kr. tímabundið framlag vegna átaks í skatteftirliti, þ.e. framlengingu á átaksverkefni sem hófst árið 2011. Í upphaflegu frumvarpi var gert ráð fyrir 68,5 millj. kr. í verkefnið en það verður nú 94,5 milljónir ef tillagan verður samþykkt. Ber að fagna þessari tillögu enda hefur skatteftirlit skilað tugum milljarða í ríkiskassann á liðnum árum og munar um minna. Þannig hefur skattrannsóknarstjóri reiknað út að eftirlit skattsins hafi skilað í aukna skatta og tekjur á árunum 2008–2012 allt að 23 milljörðum kr. og til viðbótar var umtalsvert yfirfæranlegt tap félaga lækkað. Ég fagna þessari tillögu og lýsi yfir mikilli ánægju með að skattrannsóknarstjóri geti haldið áfram þessum störfum.