144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:02]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Hér er verið að leggja til 344 millj. kr. aukningu á framlögum til að jafna örorkubyrði lífeyrissjóða. Þetta er skref í rétta átt. Alþingi hefur ákveðið að allir Íslendingar skuli greiða í lífeyrissjóð viðkomandi starfsstéttar eða starfshóps óháð því hve mikil örorkuáhætta er í hverjum sjóði. Auðvitað ættu atvinnurekendur sem eru með mikla áhættu að greiða meira inn í þá sjóði sem líða fyrir þá áhættu en það er til framtíðar. Við þurfum auk þess að leysa fortíðarvandann, 20, 30, 40 ár aftur í tímann, og það gerir enginn nema ríkið. Ég held að menn þurfi að stefna að slíku samkomulagi að atvinnugreinar með mikilli örorkuáhættu greiði meira inn í sjóðina og ríkið jafni það sem er í fortíðinni. Ég styð þetta skref.