144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:09]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Í fjárlagafrumvarpinu sjálfu fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir 3,5% hækkun bóta almannatrygginga. En nú ber svo við að í breytingartillögu frá hv. meiri hluta fjárlaganefndar er undir liðnum ófyrirséð útgjöld lagt til að þessi hækkun verði ekki nema 3%, með þeirri röksemdafærslu að verðlagsþróun hafi verið svo jákvæð.

Virðulegi forseti. Öryrkjar og lífeyrisþegar eru í þeim hópi sem hvað líklegastur er til þess að búa við fátækt. Af hverju getum við ekki einu sinni leyft þessum hópi fólks að njóta góðs af verðlagsþróun í landinu? Þess vegna er það svo arfavond hugmynd (Forseti hringir.) að koma með þessa breytingartillögu og ég greiði atkvæði gegn henni.