144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

405. mál
[22:24]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir framsöguna fyrir málinu. Hér er um að ræða framlengingu á lögum sem hafa gilt frá síðasta kjörtímabili og er fagnaðarefni að ráðherrann kemur með málið hingað inn. Það er ákveðið sjónarmið að hækka það gólf sem hefur verið fyrir því að menn fengju þennan stuðning. Ég veit að í nefndinni eru ákveðnar efasemdir um þá hækkun en treysti því að nefndarmenn fari efnislega yfir þau rök sem kunna að vera með því og á móti og vegi málið og meti og komi með það hingað inn áður en þinghaldi lýkur fyrir jól, vonandi í góðri sátt þannig að megi takast að tryggja að þetta verði framlengt nú um áramótin.