144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

dómstólar.

419. mál
[22:44]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar til að byrja á því að bjóða hæstv. innanríkisráðherra velkominn hingað inn í þingið og velkominn til starfa. Ég verð að segja að það gleður mig ósegjanlega að sjá hana svo fríska og komna í þetta virðulega embætti sem ég er viss um að hún á eftir að sinna mjög vel. Við vorum ágætir samstarfsmenn hér á síðasta þingi og góðir félagar þótt við værum hvort sínum megin við borðið í minni hluta og meiri hluta.

Ég held að ágæt samstaða sé um þetta mál og ætti að ganga nokkuð vel að afgreiða það. En mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra hvort henni þyki líklegt að þessi framlenging muni duga. Við erum hér enn á að ný að framlengja þessa tímabundnu fjölgun og ég spyr hvort við séum einfaldlega komin á þann stað að þessi fjöldi dómara sé nauðsynlegur, hvort henni sýnist að við verðum kannski aftur í svipaðri stöðu að ári og hvort ekki væri ástæða til að taka tillit til þess.