144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

almannavarnir o.fl.

412. mál
[23:20]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það hættustig sem við erum að tala um er neyðarstig. Það er algerlega kýrskýrt að verið er að tala um neyðarstig, ekkert annað. Það er einnig þannig að skiptingin er í reglugerð og nákvæmlega er kveðið á um í reglugerð hvernig hún er og ég vísa til hennar um það.

Varðandi það hvort rétt sé að ráðherra eða almannavarnir, ef ég tók rétt eftir — (SSv: Ríkislögreglustjóri.) ríkislögreglustjóri já, þá tel ég reyndar að þegar um svona er að ræða sé eðlilegt að æðsti yfirmaður þessara málaflokka hafi úrslitavald um það hvernig eigi með málið að fara og að sjálfsögðu í nánu samráði við þessa aðila og einnig ríkisstjórnina í heild og þá æðstu stjórn ríkisins.