144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

almannavarnir o.fl.

412. mál
[23:22]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er alveg sammála því að þetta ákvæði 3. mgr. 10. gr. er mjög umfangsmikið. Það er það. Það er alveg ljóst að þetta er nokkuð sem er algjörlega í ýtrustu neyð og það verður að vera skýrt. Það verður að vera skýrt í löggjöf af þessum toga að þetta sé ýtrasta neyð og ég legg mjög mikla áherslu á það.

Mér finnst koma til álita, þó að ég vilji ekki ganga lengra en það í dag, að sumt af því sem er í þeirri reglugerð sem vísað er til sé sett í lög. Þá á ég sérstaklega við skilgreininguna á neyðarstigi að það sé samfara máli af þessu tagi, sé þá bara geirneglt í lög, hvaða aðstæður við erum að tala um þegar við fjöllum um þetta. Það finnst mér koma mjög vel til álita og ég geri ráð fyrir að það sé eitt af því sem hv. allsherjar- og menntamálanefnd mun taka fyrir nú þegar málið fer til hennar.