144. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2014.

um fundarstjórn.

[11:07]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

[Kliður í þingsal.] Herra forseti. Ég bið um þögn í þingsalnum. Nú erum við nýbúin að ljúka liðnum störf þingsins og það komust ekki allir að, ég var í 13. sæti af þeim 15 sem vanalega komast að. Það eru tvær mínútur gefnar og liðurinn á að taka 30 mínútur en oft fer hann örlítið fram yfir því menn taka tíma í að ganga hérna upp. Ég vil kvarta undan fundarstjórn forseta í þessu máli, það voru bara tólf sem komust að af því að fundarstjóri leyfði mönnum að fara langt fram úr ræðutíma, rauða ljósið var byrjað að blikka og (Forseti hringir.) hæstv. fundarstjóri ekki (Forseti hringir.) búinn að berja nóg í bjölluna eins og hann gerir vanalega með aðra. (Forseti hringir.) Ég spyr um forgangsröðun í þessu máli. Þetta var það sama og gerðist í gær með hæstv. (Forseti hringir.) fjármálaráðherra.

(Forseti (EKG): Hv. þingmaður. Forseti hefur barið í bjölluna og vill leiðrétta það sem hv. þingmaður er að halda fram sem er algjörlega rangt.)

Þakka þér fyrir.

(Forseti (EKG): Ég bið hv. þingmann …)

Þá ætla ég að segja um það sem gerðist í gær, en hæstv. fjármálaráðherra fékk lengdan tíma út af því að það var skvaldur í salnum. Þetta hef ég ekki séð gerast hérna og þetta gerist mjög sjaldan, en þegar hæstv. fjármálaráðherra er …(Forseti hringir.)

(Forseti (EKG): Hv. þingmaður skal víkja úr ræðustólnum.)