144. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2014.

um fundarstjórn.

[11:10]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Já, mér þykir ekkert slæmt að leiðrétta mistök ef forseti veit að það hafi verið 15 þingmenn. Ég biðst afsökunar á því, en mér þótti þetta ekki gott, ég taldi að það hefðu ekki nema tólf þingmenn komist að, sér í lagi eftir það sem gerðist í gær. Það sér maður sjaldan og menn geta horft á það og þeir vita að það gerist mjög sjaldan að þingforseti gefi mönnum tíma umfram heimild þegar það hefur verið skvaldur, það er mjög sjaldan. Forréttindi í þessum þingsal hafa ekki verið viðtekin, þess vegna brá mér svona við. En ég biðst afsökunar á að það hafa greinilega verið 15 þingmenn sem töluðu núna. En menn geta skoðað hvernig þetta var í gær.