144. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[12:40]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við búum einmitt í þjóðfélagi þar sem voða lítið er gert af því að skipa fólki fyrir í þessum efnum, en það er gripið til margvíslegra hvataaðgerða. Stundum er mönnum samt skipað, bara lagt bann við hlutum eins og transfitu í matvælum. Það var lagt bann við því með reglugerð, það þykir sýnt að það er mjög óhollt að borða transfitu. Hvað finnst hv. þingmanni um það? Mér sýnist hafa verið góð stemning fyrir þeirri reglugerð og það sé almennt fallist á að þetta sé mjög óhollt, að matvælaiðnaðurinn geti vel án þessa efnis verið og samt búið til sína matvöru. Þarna er bann. Í öðrum tilvikum erum við að tala um hvata.

Talið barst að hreyfingu. Nú er oft talað um að ein besta forvörnin, t.d. gagnvart lýðheilsu eldra fólks, sé að efla hreyfingu með jafnvel skattalegum hvötum, hreyfiseðlum og svoleiðis. Samrýmist (Forseti hringir.) það lýðheilsuhugmyndum hv. þingmanns? Það er enginn að tala um (Forseti hringir.) blátt bann við hlutum. Það er bara verið að tala um hvort það skipti máli hvort sælgæti sé hræódýrt eða dýrt.