144. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[12:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég er búinn að margsvara þessu. Ég tel að verðteygni sé ekkert voðalega mikil í matvælum. Ég tel að það að hækka virðisaukaskatt um einhverjar prósentur sem hækkar verð á vörunni um eitthvert lítilræði breyti engu. Sykur er nautnavara, hún veldur fíkn, þ.e. sumir hafa talað um það. Ég fullyrði það ekki. Ef svo er hefur lítið gildi að hækka verðið. Það sýndi sig (Gripið fram í.) þegar sykurskatturinn var hækkaður. Mér skilst að neyslan hafi ekki minnkað neitt voðalega mikið. (GStein: Af hverju þá að lækka?) Til að hafa samræmi í kerfinu, samræmi á milli þessara matvara og annarra matvara. Síðan getum við farið út í að upplýsa fólk um það hvað ýmsar matvörur eru óhollar og aðrar hollar.