144. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[14:14]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að sum ung börn horfi óþarflega mikið á sjónvarp. Það væri örugglega betra ef þau læsu meira en á móti kemur að sumt barnaefni, og þá vil ég sérstaklega hrósa ríkissjónvarpinu, er talsett og er bæði fræðandi og gott. Við eigum að halda áfram með það og styrkja það og þess vegna þurfum við sterkt Ríkisútvarp því að það sinnir líka yngstu börnunum og gerir það oft alveg gríðarlega vel. (Gripið fram í.)

Varðandi námsmennina og hvernig lán þeirra skekkja útreikninga verð ég bara að viðurkenna að ég er ekki nógu vel að mér þegar kemur að því hvernig svona útreikningar eru framkvæmdir og hvaða áhrif það hefur þess vegna. En að sjálfsögðu styð ég allt sem verður til þess að við getum gert okkur gleggri mynd af því (Forseti hringir.) hvernig fólk hefur það í rauninnni, þ.e. hvaða tölur eru réttar þegar kemur að afkomu fólks.