144. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[17:54]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Mér fannst það koma fram hér áðan, þegar hv. þingmaður Steingrímur J. Sigfússon flutti ræðu sína, í frammíköllum — og ég ætlaði að spyrja hv. þingmann hvort hann vissi eitthvað nánar um þetta — að það væri alls ekki ákveðið en það gæti farið svo að þessi tilhliðrun vegna umhverfisvænna bifreiða mundi breytast á milli umræðna. Mig langar til að spyrja hvort það hafi eitthvað verið rætt í nefndinni.

Svo talaði hv. þingmaður um hvernig tekið væri af einum og fært til annarra, að tvær þjóðir yrðu í landinu. Mér finnst fjárlagafrumvarpið, virðisaukaskattsfrumvarpið og bara allar aðgerðir ríkisstjórnar benda til þess, því miður, að vel sé gert við þá sem eiga fullt og næstum illa við hina sem eiga lítið.