144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

fangaflutningar Bandaríkjanna.

[10:37]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessari yfirlýsingu hæstv. forsætisráðherra. Ég tel mjög mikilvægt að við leitum af okkur allan grun í þessu efni, hvort einhver slík fyrirheit hafi verið gefin. Það hefur þá ekki verið gert með opinberum hætti þannig að það sé á almannavitorði í samfélaginu með hvaða hætti slík fyrirheit hafi verið gefin og mjög mikilvægt er að grennslast þar af leiðandi mjög vandlega fyrir um tildrögin og það hvað nákvæmlega var sagt og gert.

Maður efast um það, miðað við upplýsingarnar sem fyrir liggja, að bandaríska leyniþjónustan hafi farið að tefla í tvísýnu, lenda hér upp á von og óvon. Þess vegna skiptir mjög miklu að kanna þetta mál mjög vandlega.