144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

umdæmi lögreglunnar á Höfn.

[10:44]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Ekki áform? Það hljómar einkennilega. Ég veit ekki betur en að í fjárlögunum sé gert ráð fyrir að Höfn í Hornafirði tilheyri Suðurlandi hvað þetta varðar. Að því hafði verið unnið í samráði sveitarstjórnar, ráðuneytis, stjórnvalda og annarra innan lögreglunnar. Í svari hæstv. forsætisráðherra, þáverandi dómsmálaráðherra, hann skýtur sér ekki undan því, kemur afskaplega lítið fram um forsendur ákvörðunarinnar og það var sem sagt ekki haft samráð við einn eða neinn um að breyta þessu ferli sem hafði verið unnið að.

Þá ætla ég að nota síðari hluta fyrirspurnar minnar til að spyrja hæstv. ráðherra aðeins út í stjórnunarstílinn. Nú eru aðilar á vinnumarkaði foxillir út af samráðsleysi. Við erum að fara að afgreiða eftir 2. umr. frumvarp um forsendur fjárlaga sem er uppfullt af samningssvikum á vinnumarkaði án nokkurs samráðs við einn eða neinn þar sem ríkisstjórnin gengur á bak orða sinna í alls konar ákvæðum varðandi (Forseti hringir.) tryggingagjaldið. Er hæstv. forsætisráðherra á móti (Forseti hringir.) samráði við fólk? (Gripið fram í.)