144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

endurupptaka mála.

[11:04]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S):

Hæstv. forseti. Með þeirri reglugerð sem skrifað var undir fyrir skömmu er í raun og veru haldið við það horf sem lögreglan á Austurlandi hefur búið við, þ.e. að Höfn fylgir áfram Austurlandi eins og verið hefur frá 2007.

Hins vegar er engum blöðum um það að fletta að þetta hefur verið mikið í umræðunni. Ég hef auðvitað sett mig inn í þetta mál og hef aflað um það gagna. Mér er kunnugt hvernig undirbúningurinn fór fram. Mér er einnig kunnugt um hve mikilvægt það er þegar breytingar eru gerðar á lögregluumdæmum að rekstrargrundvöllur þeirra sé tryggður. Ég hef af þeim sökum óskað eftir því að það sé sérstaklega athugað hvernig fjármunum sé varið hjá lögregluumdæminu á Eskifirði. Hér er um að ræða fimm lögreglumenn af 25 starfsmönnum embættisins á Eskifirði. Ég tel því mjög mikilvægt að allar þessar staðreyndir liggi á borðinu áður en ég fer að tjá mig eitthvað frekar um þetta mál.