144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[11:56]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við göngum nú til atkvæða um breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum o.fl. Það eru afskaplega ánægjulegar breytingar. Niðurfelling vörugjalda þýðir óskapleg einföldun á skattkerfinu og ég gleðst yfir því.

Menn hafa rætt hérna mikið um matarskattinn. Vissulega er það þannig að ef einhver fer út í búð og kaupir fyrir 10 þús. kr. þá er hækkunin um 370 kr. ef ekkert er með vörugjaldi. Ef tómatsósa er þar á meðal þá lækkar verðið. Það að tala um að þetta sé skattur á matvöru — hækkunin er lítils háttar, eins og ég segi, 370 kr. af 10 þús. kr. vörukaupum og þá er fyrir fram gefið að ekkert sé með vörugjaldi. Ef eitthvað af matvörunum er með vörugjaldi, sem er mjög víða, þá mun þessi karfa lækka.