144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[11:59]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar í þessum breytingum er að einfalda skattkerfið og gera það skilvirkara en passa samhliða upp á að vera með mótvægisaðgerðir vegna hækkandi matvælaverðs. Fjármálaráðherra kallaði í umræðunni eftir því að við á þingi mundum koma með aðrar mótvægisaðgerðir, hann kallaði sem sagt eftir samstarfi um mótvægisaðgerðir. Píratar hafa lagt til mótvægisaðgerð sem mun koma í veg fyrir að matvælaverð hækki um 1–2% sem eru tölur sem hv. formaður efnahags- og viðskiptanefndar talar um að sé staðan núna, það muni hækka um 1–2%, og hún er að afnema tolla og kvóta á matvæli. Þetta mun lækka matvælaverð um 1–2%. Ríkisstjórnin verður síðan að finna skilvirkari skattleiðir til að styðja búvöruframleiðendur sem vissulega þarf að gera.

Annað sem við höfum gert, þingmenn allra flokka í minni hlutanum, er að koma með enn skilvirkara virðisaukaskattskerfi með því að hætta að undanskilja (Forseti hringir.) 2 milljarða kr. skattstofn sem er laxveiði (Forseti hringir.) í landinu. (Forseti hringir.) Þetta er hægt að gera. Við erum með þessar breytingartillögur. (Forseti hringir.) Við munum líklega draga … (Forseti hringir.) til baka og vona að ríkisstjórnin hlusti á þessar tillögur … (Forseti hringir.)