144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[12:07]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Nú greiðum við atkvæði um lækkun á tillögu stjórnarmeirihlutans úr 12% í 11%. Það stóð í upphaflegu fjárlagafrumvarpi að ætlunin væri að hækka neðra þrepið í 11%. Þá upphófst hins vegar mikið leikrit sem Sjálfstæðisflokkurinn setti á svið til að hafa Framsóknarflokkinn að ginningarfífli og það hefur tekist afskaplega vel í þessu máli. Við teljum þess vegna ekki ástæðu til að taka þátt í þessu leikriti, sitjum hjá við þessa breytingu, enda virðist svo sem ætlunin hafi alltaf verið af hálfu Sjálfstæðisflokksins að fara með virðisaukaskattinn í 11% í þessari umferð. Eftir stendur hins vegar, og Framsóknarflokkurinn hefur ekki svarað því, hvort hann stendur líka að því fyrirheiti fjármálaráðherra sem fram kemur í fjárlagafrumvarpinu, að hækka á næsta ári neðra þrepið upp í 14%.