144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[12:08]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Eins og þegar hefur verið skýrt snýst þessi atkvæðagreiðsla um að lækka töluna 12 niður í 11, þ.e. verðmiðinn á Framsóknarflokknum er hér til atkvæðagreiðslu. Við munum að sjálfsögðu ekki leggjast gegn því að meiri hlutinn breyti sinni eigin tillögu úr 12 í 11 en þegar liðurinn svo breyttur kemur til atkvæða hér á eftir, þ.e. 11% sem slík, munum við greiða atkvæði gegn því og leitast við að fella hann því að að honum föllnum mundi óbreytt 7% skattþrep gilda um mat og bækur og annað sem þarna er undir.