144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[12:20]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Það er ekki nema von að hæstv. forsætisráðherra hafi hlaupið úr salnum undir þessum lið. Það var Sigmundur Davíð sjálfur sem sagði að hækkun á matarskatti bitnaði verst á þeim sem lægst hafa launin. Eftir 6% skuldalækkun kemur núna 4 prósentustiga hækkun á matarskatti. Það er vandséð að heimilin séu betur sett eftir en áður. Það er þó fagnaðarefni að það skuli vera einn þingmaður í hópi Framsóknarflokksins sem hefur staðfestu til að taka ekki þátt í þessum ótrúlegu svikum við heimilin í landinu.