144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[13:12]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Hér er sömuleiðis á ferðinni einhliða ráðstöfun af hálfu stjórnvalda án nokkurs samráðs við aðila vinnumarkaðarins eða aðra og felst í því að kippa í burtu á árinu 2014 allri greiðsluþátttöku ríkissjóðs í starfsendurhæfingu. Að vísu hefur svo ríkisstjórnin eða stjórnarmeirihlutinn fengið svolítinn móral yfir þessu og ákvað að setja 200 millj. kr. eingreiðslu inn í fjárlögin til að sýna lit, sem vissulega er betra en ekki neitt og staðfestir í einhverjum mæli það að ríkið getur ekki litið á þetta sem sér algerlega óviðkomandi, en ráðstöfunin er engu að síður af þessu tagi og hreinar vanefndir á því sem undirbúið hefur verið undanfarin ár að ríkið komi í áföngum inn í það með lífeyrissjóðunum og atvinnulífinu að greiða kostnaðinn af starfsendurhæfingu. Þannig að við hljótum að greiða atkvæði gegn þessari tillögu.