144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[13:18]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Þessi breytingartillaga bætir ekkert málið, hún frestar þessu bara aðeins og það veldur mér áhyggjum. Það virðist blasa við að ríkisstjórnarflokkarnir virðast ekki skynja alvarleika þessa máls. Það eru meira að segja fleiri hliðar sem eru alvarlegar á þessu máli en ég hef rakið hérna áður. Þetta eykur til dæmis ójöfnuðinn milli þeirra sem eru í opinbera lífeyriskerfinu og hinu almenna. Þeir sem eru í erfiðisvinnu í opinbera kerfinu munu ekki þurfa að búa við skert réttindi, en þeir sem eru í erfiðisvinnu í almenna lífeyriskerfinu munu þurfa að búa við skert réttindi. Þannig að hér er á ferðinni einhver marghliða leiðangur í átt til ójöfnunar í lífeyriskerfinu. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast ekkert skynja í hvaða fen þeir eru komnir. Þetta er gert algjörlega án samráðs við vinnumarkaðinn. Hér er um að ræða samningsbundin framlög. Þetta eru margs konar svik. Þessi breytingartillaga (Forseti hringir.) breytir engu.