144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[13:23]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Hér eru greidd atkvæði um hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra. Fyrir liggur hins vegar sú stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að ekki eigi að nota peningana til að byggja hjúkrunarheimili. Það á að taka peningana í almennan rekstur ríkissjóðs. Hæstv. fjármálaráðherra hefur sagt með skýrum hætti að það verði ekki farin leiguleið og það á ekki að safna peningum í sjóði í Framkvæmdasjóði aldraðra. Við þær aðstæður er engin sérstök ástæða til að hækka þennan nefskatt á almenning í landinu. (Gripið fram í: Gengur ekki upp …)