144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[13:30]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Hæstv. forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði mikið um hag heimilanna og erfiða stöðu þeirra þangað til hann varð ráðherra. Sérstaklega talaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um erfiða stöðu þeirra sem væru atvinnulausir. Kappkosta skyldi að bæta stöðu þeirra heimila sem stríddu við atvinnuleysi. Fyrsta verk hans sem forsætisráðherra er að henda hundruðum manna út af atvinnuleysisbótum. Sumt af þessu fólki er ekki bara verið að færa yfir á verri kjör hjá sveitarfélögunum fyrirvaralaust, heldur á sumt af þessu fólki engan rétt hjá sveitarfélögunum og missir þess vegna alfarið með þessari aðgerð framfærsluna.