144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[13:36]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Við greiðum nú atkvæði um nýjar sjúklingaálögur ríkisstjórnarinnar í þessum bandormi aðgerða til að skapa svigrúm í fjárlögum með því að leggja auknar álögur eða draga úr réttindum venjulegs fólks. Hér kemur að þeim þætti þar sem fólk á að greiða fyrir S-merkt lyf, lífsnauðsynleg lyf. Hér eru viðbótarútgjöld fyrir fólk í þeirri stöðu um 145 millj. kr. Við segjum nei við þessari tillögu.