144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[13:37]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Hér greiðum við atkvæði um S-merkt lyf, en með þessari breytingu sem lögð er til er verið að auka álögur á sjúklinga sem þurfa á sérhæfðum og oft lífsnauðsynlegum sjúkrahússlyfjum að halda. Verið er að veikja velferðarsamfélagið okkar og verið er að veikja heilbrigðiskerfið okkar með því að velta kostnaði af hinu opinbera yfir á einstaklinga, sem í þessu tilfelli er fólk sem er haldið alvarlegum sjúkdómum. Þess vegna segi ég nei við þessari breytingu.