144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[13:49]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Hér sést enn eitt dæmið um skattahækkunaraðferðir þessarar ríkisstjórnar og auknar álögur hennar á atvinnulífið. Hér er verið að taka gjald í loftslagssjóð og láta það renna í ríkissjóð. Það sem ríkisstjórnin er að gera með því að láta tryggingagjaldið ekki lækka samfara minnkandi atvinnuleysi heldur halda því háu og kroppa af atvinnulífinu er að láta fyrirtækin í landinu borga ýmiss konar gjöld en þau eru ekki látin heita tekjuskattur. Þessi gjöld leggjast síðan með missanngjörnum hætti á fyrirtækin í landinu. Það er erfitt fyrir ríkisstjórn sem gengur fram með þessum hætti að skreyta sig með einkunninni skattalækkunarríkisstjórn. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)