144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[13:50]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Hér er horfið frá því fyrirkomulagi að tekjur af sölu losunarheimilda renni að fullu í sérstakan og nýjan loftslagssjóð, en þeim sjóði er ætlað að styðja við þróunar- og nýsköpunarverkefni sem eru í þágu þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sú ákvörðun sem hér eru greidd atkvæði um ásamt því að forsmá algjörlega græna hagkerfið undir forustu hæstv. forsætisráðherra sýnir að þessi ríkisstjórn vinnur beinlínis gegn sjálfbærni og grænum sjónarmiðum.